Badminton

Badminton - Iceland International
25.-28. jan

Badmintonsamband Íslands heldur alþjóðlega mótið sitt, Iceland International, sem hluta af Reykjavík International Games. Mótið er hluti af mótaröð Badminton Europe og gefur stig á heimslista Alþjóða badmintonbandsins.

Mótið er stærsta landsliðsverkefni ársins og bestu badminton spilarar landsins taka þátt. Að auki koma þátttakendur hvaðanæva að og taka þátt í mótinu. Verðlaunafé er samtals 10.000 dollarar.

Keppt verður í stóra sal TBR við Gnoðarvog 1 sem er eingöngu badmintonhús og þykir hið glæsilegasta á alþjóðamælikvarða en í húsinu eru 12 badmintonvellir á trégólfi.

Hægt er að skoða dagskrá og fylgjast með úrslitum badmintonmótsins á tournamentsoftware.com.

Fyrir frekari upplýsingar kíkið á heimasíðu sambandsins badminton.is  eða hafa samband við tengilið.

Tengiliður er Kjartan Ágúst Valsson
Sími: 897 4184
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Badminton unglingakeppni
3. - 4. febrúar

Tennis- og badminton félag Reykjavíkur eða TBR skipuleggur og heldur einnig sitt árlega unglingameistaramót í tengslum við Reykjavík International Games. Mótið er haldið fyrir keppendur í unglingaflokkum sem eru skilgreindir sem U-13, U-15, U-17 og U-19. Leikmönnum er heimilt að keppa í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Unglingakeppnin í Badmintoni fyrir U13 - U19 verður haldin 3. - 4. febrúar allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu tbr.is  

Tengiliður er Sigfús Ægir Árnason
Sími: 893 8788
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Badmintonmót RIG 2017

Badminton á rætur sínar að rekja aftur til miðrar 18. aldar Breska-Indlands, þar sem íþróttin var búin til af breskum hermönnum sem voru þá staðsettir þar.

 

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans