Bogfimi

Bogfimisetrinu
3. - 4. feb.

Keppni í bogfimi á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum hófst árið 2011. Keppt er samkvæmt World Archery reglum með ólympískum sveigbogum og trissubogum í opnum karla- og kvennaflokki. Skotið er 2x30 örvum og síðan keppa 32 efstu keppendurnir til úrslita, maður á mann, þar til úrslit eru ráðin. Skotið er af 18 metra færi í innanhússkeppnum og notaðar þriggja hringja skotskífur.

Bogfimi hefur verið stunduð á Íslandi síðan 1974 en náði fyrst uppsveiflu seint árið 2012. Árið 2014 fóru fyrstu íslensku félögin með sveitir á alþjóðleg mót og náðu strax góðum árangri: 9. sæti í liðakeppni á heimsmeistaramótinu innandyra og 4. sæti í einstaklingskeppni á heimsbikarmóti.

Bogfimisetrið er í Dugguvogi 2, 104 Reykjavík, sjá kort.
Skráning fer fram hér

Tengiliðir eru Ólafur Gíslason og Snorri Hauksson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

SPRT6736

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans