Borðtennis

TBR
28. jan.

Borðtennis varð keppnisgrein á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum árið 2011 og er Borðtennisdeild Víkings umsjónaraðili keppninnar.

Reykjavíkurleikarnir er mjög spennandi verkefni og mun Víkingur gera sitt besta til að mótið verði sem mest spennandi og ógleymanlegt þeim keppendum sem taka þátt.

Besta borðtennisfólk landsins mætir til leiks og von er á sterkum erlendum keppendum. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna og er leikjafyrirkomulag þannig að keppt verður í einföldum úrslætti, síðan koma undanúrslitaleikir og á eftir fylgja úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki. Von er á spennandi og skemmtilegri keppni í borðtennis og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með.

Keppni í borðtennis fer fram í TBR-Íþróttahúsinu, Gnoðarvogi 1.
Heimasíða vikingur.is
Tengiliður er Pétur Stephensen
Sími : 894 0040
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bortennis 1

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans