Brekkusprettur

Skólavörðustígur
3. febrúar

Í Upphill Duel reynir fyrst og fremst á spretthörku keppenda. Ræst verður neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að Bergstaðastræti á braut sem er um 70 metra löng. Val keppenda á hjólreiðfáki er frjálst. Rétt er að minna á að Skólavörðustígur er upphitaður svo að ekki verður sérstök þörf á nagladekkjum eða öðrum búnaði tengdum vetrarhjólreiðum. Hámarksfjöldi þátttakenda er 32 og verður þeim raðað af handahófi þar sem tveir keppendur spretta samtímis. Notast verður við útsláttarfyrirkomulag og að lokum mun aðeins einn sigurvegari standa eftir í karla og kvennaflokki. Reikna má með frábærri stemningu og góðri aðstöðu fyrir áhorfendur.

Tengiliður er Guðmundur B. Friðriksson
Sími: 693 9600
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

brekkusprettur

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans