Áhaldafimleikar 2019

2.febrúar 2019 

Keppt verður í áhaldafimleikum á Reykjavíkurleikunum 2019. Mótið verður haldið af Fimleikaráði Reykjavíkur í Laugabóli, Engjavegi 7, 104 Reykjavík.

Smellið hér til að sækja mótsboð.

Fyrsta fimleikamót á Íslandi var haldið árið 1924 og framan af voru mótin eingöngu fyrir karla. Á fimleikamóti árið 1968 voru konur fyrst á meðal þátttakenda en nú eru fimleikar næst mest stundaða kvennaíþróttin á Íslandi.

Undanfarin ár hafa komið lið frá Hollandi, Spáni, Rússlandi, Úkraínu, Svíþjóð og Bandaríkjunum á Reykjavíkurleikana í fimleikum. Margir fyrrverandi þátttakendur á leikunum hafa tekið þátt í Heims- og Evrópumeistaramótum ásamt því að vera þátttakendur á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á meðal þessara íþróttamanna eru Eyþóra Þórsdóttir, Oleg Verniaiev, Nikolai Kisjkilev, Sidney Johnson Scharpf og Dari Spiridonova.

fimleikar

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans