Frjálsíþróttir

Laugardalshöll
3. febrúar

Frjálsíþróttamót Reykjavík International Games eða RIG eins og það er nefnt í daglegu tali er sprottið út frá vígslumóti Frjálsíþróttahallarinnar í Laugardalnum árið 2006. Engum dylst sú mikla breyting sem Höllin hefur haft í för með sér á aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta í landinu.

Nú er RIG orðið alþjóðlegt fjölgreina íþróttamót með mikilli erlendri þátttöku. Markmiðið með frjálsíþróttakeppni RIG er að skapa metnaðarfulla og spennandi keppni fyrir besta frjálsíþróttafólkið okkar og góða skemmtun fyrir áhorfendur í leiðinni. Flest okkar besta fólk hefur staðfest þátttöku sína og býr sig af kostgæfni undir keppnina en einnig hefur verið boðið til leiks erlendu keppnisfólki til að mynda frá öðrum Norðurlöndum, Bretlandi og víða af meginlandi Evrópu.

RIG er skilgreint sem EAA Permit mót með staðfestingu frá Frjálsíþróttasambandi Evrópu (EAA) sem þýðir að staðall mótsins er snýr að framkvæmd og umgjörð er af háum gæðum og háð alþjóðlegum reglum. Er það í samræmi við stefnu mótshaldara, sem er Frjálsíþróttasamband Íslands. Vegna athygli sem mótið hefur hlotið, var FRÍ einnig boðin aðild að Euromeetings samtökunum sem eru samtök helstu mótshaldara í Evrópu sem er mikill heiður fyrir FRÍ og íslenskar frjálsíþróttir. Markmiðið er þó alltaf að bæta mótið enn frekar og gera það öflugra með hverju árinu. Keppnin fer fram í Laugardalshöll.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sambandsins fri.is eða hjá tengilið.

Tengiliður er Guðmundur Karlsson
Sími: 778 4040
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


frjálsar RIG

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans