Hjólreiðar

Tvær ólíkar hjólakeppnir verða á Reykjavíkurleikunum, þær eru WOW Cyclocross og WoW Uphill Duel (Brekkusprettur). Hjólreiðakeppnirnar eru partur af svokallaðari off-venue dagskrá WOW Reykjavík International Games. 

WOW Cyclocross
WOW Cyclocross - verður haldið í portinu og garðinum við Kex Hostel og Vitatorg.
Keppnin verður hönnuð í anda almennra Cyclocross keppna en þó með miðbæjartvist. Aðeins Cyclocross hjól leyfð í þessari keppni.
Það mun taka um það bil 2-3 mínútur að fara hringinn þar sem keppendur verða að takast á við hindranir á hjólum og ekki á hjólum. Það reynir á spretthörku, tækni og klókindi í svona keppni og óhætt er að reikna með afar harðri og spennandi keppni. Nánari upplýsingar og skráningu má finna á hjolamot.is Skráningu líkur 1. febrúar kl. 23:59.

Hægt er að kynna sér brekkusprettinn undir samheiti hér hægramegin á síðunni.

Nánari upplýsingar og skráning eru á hjolamot.is

Tengiliður
Árni Guðmundur Guðmundsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

WOW - Uphill
Í Upphill Duel reynir fyrst og fremst á spretthörku keppenda. Ræst verður neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að Bergstaðastræti á braut sem er um 70 metra löng. Val keppenda á hjólreiðfáki er frjálst. Rétt er að minna á að Skólavörðustígur er upphitaður svo að ekki verður sérstök þörf á nagladekkjum eða öðrum búnaði tengdum vetrarhjólreiðum. Hámarksfjöldi þátttakenda er 32 og verður þeim raðað af handahófi þar sem tveir keppendur spretta samtímis. Notast verður við útsláttarfyrirkomulag og að lokum mun aðeins einn sigurvegari standa eftir í karla og kvennaflokki. Reikna má með frábærri stemningu og góðri aðstöðu fyrir áhorfendur.

Tengiliður er Guðmundur B. Friðriksson
Sími: 693 9600
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

hjólakeppnin    uphill duel RIG 2017

                         Veloheld IconX disc brake steel cyclocross frame sand mud and snow

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans