Karate

Laugardalshöll
28. janúar

Þetta er í sjötta sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt í Reykjavík International Games. Karatehlutinn fer að þessu sinni fram í Laugardalshöllinni.

Á RIG eins og öðrum mótum á Íslandi verður keppt eftir WKF 9.0 reglum í 4 aldursflokkum: Yout (12-13 ára) cadet (14-15 ára) junior (16-17 ára) og senior (18 ára og eldri) bæði í kata og kumite. Farið er eftir þeim þyngdarflokkum sem WKF reglur segja til um og veitt tvenn 3ju verðlaun í hverjum flokki. Mótið mun fara fram á tveimur völlum samtímis í nýja hluta Laugardalshallar.

Karatesamband Íslands var stofnað 1985 en karate hefur verið stundað hér á landi frá áttunda áratug síðustu aldar eða yfir 40 ár.  Alls eru um 14 karatefélög og deildir starfandi á landinu og um 1600 iðkendur.

Skráning fer fram á sportdata.org en þar verður einnig hægt að finna úrslit mótsins.

Nánari upplýsingar á kai.is 

Tengiliður er 
María S. Jensen
s. 897 2189
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Karate Rig

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans