Keila

Egilshöll
2. - 5. febrúar

Keppni í keilu á RIG 2017 fer þannig fram að keilarar spila í forkeppni og komast 24 efstu keilarar eftir hana áfram í milliriðil. Alls er boðið upp á fjóra riðla í forkeppninni og er leikið í Keiluhöllinni Egilshöll. Í forkeppni eru spilaðir 6 leikir. Við þjófstörtum mótinu laugardaginn 28. janúar kl. 09:00 með fyrstu forkeppninni. Mótið heldur síðan áfram fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17:00 með riðli 2 í forkeppninni. Riðill 3 fer síðan fram föstudaginn 4.2. kl. 16:00 og 4. og síðasti riðillinn fer fram kl. 09:00 laugardaginn 4. febrúar. Hver keppandi má leika í fleiri en einum riðli og gildir hæsta serían til milliriðils.

Sunnudaginn 5. febrúar kl. 09:00 hefst síðan milliriðill. Hann verður spilaður þannig að sæti 1 til 8 eftir forkeppnina hvíla en leikmenn í sætum 9 til 24 keppa maður á mann þannig að efsta sætið leikur við neðsta sætið og svo koll af kolli. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. Eftir fyrstu umferð í milliriðli koma leikmenn sem voru í sætum 1 til 8 inn og keppa við þá sem komust áfram úr fyrri umferðinni. Enn er raðað í sætaröð þannig að leikmaður í 1. sæti keppir við lægsta sætið sem komst áfram. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. Eftir þessa umferð verða því 8 keilarar sem halda áfram og enn eru leiknir tveir leikir þannig að efsta sætið leikur við lægsta og þarf enn að vinna 2 leiki til að komast áfram.

Þegar fjórir keilarar eru eftir hefjast undanúrslit og verða þau í beinni útsendingu á RÚV. Fjórir efstu keilararnir keppa maður á mann og þarf að vinna 2 leiki til að komast í úrslitaleikinn. Eftir hann stendur einn keilari eftir sem sigurvegari RIG 2017 í keilu. Áætlað er að útsending og keppni hefjist kl. 15:30 og standi til kl. 17:00 sunnudaginn 5. febrúar.

Eftirfarandi keilarar hafa staðfest komu sína á RIG 2017

Pontus Andersson – Svíþjóð 21 árs (1995)
World Youth All Event Gold 2016
Swedish Leauge Team Champion 2016
European Youth Master Gold 2014
Team Sweden Member since 2013
Second in PBA/WBT Qatar Open 2016

Peter Hellström – Svíþjóð 41 árs
Bronze individual 1992 european youth
Gold team of 5 1992 european youth
Winner Les Lion 2001 (European tour)
Winner Super Six Nyköping 2004
Winner Norweigan Open 2012
Winner Sofia International Open 2014
Bronze team of 3 Vienna 2016
Silver team of 5 Vienna 2016
Winner ETBF Aalborg 2016

Chris Sloan – Írland 22 árs
Team Ireland Member since 2012
2014 1st place youth Dubai International
2015 EBT masters finalist
2016 Swedish League Team Champions
2016 Vienna open doubles winners
2016 2nd place Irish Open
2016 3rd Place Emax Open
2016 2nd place Bowling World Cup
High Series for three games 889 and 1565 for 6
30+ 300 games over 10 countries

Nánari upplýsingar á ir.is og hjá tengiliðum
Jóhann Ágúst Jóhannsson 
Formaður keiludeildar ÍR | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.| S: 895 8333

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans