Keila

Egilshöll
1. - 4. febrúar 

Keppni í keilu á RIG 2018 fer þannig fram að keilarar spila í forkeppni og komast 24 efstu keilarar eftir hana áfram í milliriðil. Alls er boðið upp á fimm riðla í forkeppninni og er leikið í Keiluhöllinni Egilshöll. Í forkeppni eru spilaðir 6 leikir. Við þjófstörtum mótinu laugardaginn 27. janúar kl. 09:00 með fyrstu forkeppninni. Mótið heldur síðan áfram fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17:00 með riðli 2 í forkeppninni. Riðill 3 fer síðan fram föstudaginn 4.2. kl. 11:00, 4. riðillinn fer fram sama dag kl. 14:30 en síðasti riðillinn fer fram kl. 09:00 laugardaginn 3. febrúar. Hver keppandi má leika í fleiri en einum riðli og gildir hæsta serían til milliriðils.

Sunnudaginn 4. febrúar kl. 10:00 hefst síðan milliriðill. Hann verður spilaður þannig að sæti 1 til 8 eftir forkeppnina hvíla en leikmenn í sætum 9 til 24 keppa maður á mann þannig að efsta sætið leikur við neðsta sætið og svo koll af kolli. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. Eftir fyrstu umferð í milliriðli koma leikmenn sem voru í sætum 1 til 8 inn og keppa við þá sem komust áfram úr fyrri umferðinni. Enn er raðað í sætaröð þannig að leikmaður í 1. sæti keppir við lægsta sætið sem komst áfram. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. Eftir þessa umferð verða því 8 keilarar sem halda áfram og enn eru leiknir tveir leikir þannig að efsta sætið leikur við lægsta og þarf enn að vinna 2 leiki til að komast áfram.

Þegar fjórir keilarar eru eftir hefjast undanúrslit og verða þau í beinni útsendingu á RÚV. Fjórir efstu keilararnir keppa maður á mann og þarf að vinna 2 leiki til að komast í úrslitaleikinn. Eftir hann stendur einn keilari eftir sem sigurvegari RIG 2017 í keilu. Áætlað er að útsending og keppni hefjist kl. 15:30 og standi til kl. 17:00 sunnudaginn 4. febrúar.

Eftirfarandi keilarar hafa staðfest komu sína á RIG 2018

Robert Andersson – Svíþjóð 36 ára
Robert er einn af helstu þjálfurum sænskra keilara og var nú síðast landsliðsþjálfari Sádi Arabíu

Fleiri tilkynntir innan skamms

Nánari upplýsingar á ir.is og hjá tengiliðum
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Formaður keiludeildar ÍR | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.| S: 895 8333

 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans