Kraftlyftingar

Laugardalshöll
28. janúar 2018

ÍSÍ stofnaði sérsamband um kraftlyftingar í apríl 2010. Í kjölfarið hefur áhugi á íþróttinni sífellt aukist jafn hjá konum sem körlum. Nú eru skráðir iðkendur yfir 1500 í 20 félögum í landinu. Árangur íslenskra keppenda á alþjóðamótum hefur vakið eftirtekt, en á síðasta keppnistímabili unnu þeir til verðlauna bæði á Norðurlanda-, Evrópu- og Heimsmeistaramótum.

Kraftlyftingar hafa verið á dagskrá Reykjavíkurleikanna síðan 2011. Í kraftlyftingum er keppt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Keppendur fá þrjár tilraunir í hverri grein og vinnur sá sem nær hæstum samanlagður árangur af þremur bestu tilraunum. Keppt er ýmist í sérstökum búnaði eða án búnaðar (klassískar kraftlyftingar). RIG 2018 er alþjóðlegt boðsmót í klassískum kraftlyftingum þar sem tíu karlar og tíu konur keppa um sigur á Wilks stigum. Auk okkar sterkustu keppenda mæta til leiks kröftugir keppendur frá Bretlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Carola Garra sem er Evrópumethafi í bekkpressu og þriðja á heimslista í -63 kg flokki kvenna.

Vefsíða : kraft.is
Facebook: KRAFTIS
Tengiliður: Gry Ek Gunnarsson
Sími: 893 9739
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

32271293590 0a2971cb76 z

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans