Ólympískar lyftingar
Laugardalshöll
28. janúar
Ólympískar lyftingar hafa verið með á Reykjavík International Games síðan 2012 og sjá Lyftingasamband Íslands ásamt lyftingafélögum landsins um framkvæmdina. Tíu karlar og tíu konur keppa í samanlögðum árangri í snörun og jafnhendingu samkvæmt reglum IWF (Alþjóðalyftingasambandins). Verðlaun eru afhent fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti samkvæmt Sinclair stigatöflu. Ólympískar lyftingar hafa verið stundaðar á Íslandi í fjölmörg ár og Lyftingarsamband Íslands hefur verið innan ÍSÍ frá 1973. Íslenskir lyftingamenn hafa keppt fyrir Íslands hönd á fjórum Ólympíuleikum. Ísland hefur átt keppendur á síðustu 2 heimsmeistaramótum eða 2105 og 2017. Einnig hefur orðið mikil upplyfting innann íþróttarinnar meðal yngra fólks og áttum við meðal annars 12 keppendur á Norðurlandamóti unglinga 2017.
Ólympískar lyftingar voru stundaðar í fornum egypskum og grískum samfélögum sem grunnþjálfun og náttúruleg leið til að mæla styrk
og afl og þær voru á meðal íþróttagreina á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum í Aþenu 1896.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lyftingasambands Íslands lsi.is
Tengiliður er Ásgeir Bjarnason
Sími: 868 6992
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.