Skotfimi

Egilshöll
3. febrúar

Þessar skotgreinar eru afar vinsælar um allan heim og er keppt í þeim í flestum löndum heims. Keppni í loftriffli kvenna hefur t.d. verið opnunargrein Ólympíuleika síðustu árin. Hérlendis er loftskammbyssugreinin afar vinsæl og loftriffillinn sækir stöðugt á. Á síðustu Ólympíuleikum í London 2012 áttum við einn keppanda í loftskammbyssu, sem náði þar fínum árangri og endaði í 14. sæti. Áður hafði Skotfélag Reykjavíkur átt keppanda á leikunum í Barcelona 1992 og í Sidney árið 2000.
Markmið Skotfélags Reykjavíkur með þátttöku í RIG er að kynna betur fyrir almenningi skotfimi sem íþrótt og að laða til landsins erlenda skotmenn til að keppa við okkar sterkustu skotmenn sem nú þegar hafa skapað sér nafn á Evrópu- og heimslistum í loftskotfimi.

Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag á landinu en það var stofnað 2. júní árið 1867. Fyrsta skotæfingasvæði félagsins var við Tjörnina en heimildir eru til um skotfimi allt frá árinu 1840. Skothúsvegur dregur nafn sitt af skothúsi félagsins sem þar stóð. 

Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Allar nánari upplýsingar á sr.is

Tengiliður
Guðmundur Kr Gislason
Sími: +354 893 1231
Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skotfimi

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans