Skylmingar

Laugardalsvöllur
4. - 5.febrúar

Á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í skylmingum verður keppt með höggsverðum í karla- og kvennaflokki. Auk þess verður haldin keppni fyrir börn og unglinga.

Skylmingar hafa verið stundaðar lengi á Íslandi og um miðja síðustu öld voru tvö skylmingafélög starfandi í Reykjavík. Á sjöunda áratug síðustu aldar var lægð í ástundun skylminga en 1983 var Skylmingafélag Reykjavíkur endurvakið. Frá þeim tíma hefur ástundun farið vaxandi og íslenskir skylmingamenn hafa stöðugt bætt árangur sinn á alþjóðlegum mótum. Skylmingafélag Reykjavíkur flutti starfsemi sína í Skylmingamiðstöðina í Laugardal 2008 en aðstaða þar er öll hin glæsilegasta og tækjabúnaður er til fyrirmyndar. Þann 14. júní 2008 var Skylmingamiðstöðin formlega gerð að samnorrænni miðstöð til þjálfunar skylminga með höggsverði.
Keppnin fer fram á Laugardalsvelli.

Nánari upplýsingar á skylmingar.is  

Tengiliður
Nikolay Ivanov
Sími: +354 898 0533
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Skylmingar

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans