Taekwondo

Laugardalshöll
29.janúar

Keppnin mun fara fram við bestu aðstæður í Laugardalshöll. Í öllum greinum og flokkum verður notast við rafrænar brynjur í bardaga. Við bjóðum upp á búnað sem sýnir úrslit strax og munu allir dómarar veita rafræna stigagjöf. Þetta er því sannkölluð taekwondo veisla sem höfðar til flestra iðkenda og til allra aldurshópa. Við hvetjum alla til þátttöku enda brjótum við blað í sögu íþróttarinnar með þessum viðburði.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu Taekwondosambands Íslands: tki.is
Tengiliður: Haukur Skúlason
Sími: 844 4778
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

taekvondo RIG 2017Taekwondo er bardaga- og sjálfsvarnaríþrótt sem byggist á gamalli bardagalist Kóreumanna. Áherslan er fyrst og fremst á sjálfsvörn þar sem fæturnir spila aðalhlutverkið. Agi er eitt af grunndvallaratriðunum, börn og fullorðnir læra að beita sig aga við æfingarnar og að gefast ekki upp þó móti blási. Æfingarnar bæta þrek og liðleika og eru góð alhliða þjálfun fyrir börn jafnt sem fullorðna.

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans