Um okkur

WOW Reykjavik International Games fer fram í tíunda sinn dagana 26.janúar til 5.febarúar 2017. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

WOW Reykjavik International Games er mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 22 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni.

Í tilefni af 10 ára afmæli leikanna verða þeir hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og blásið verður til sérstakrar "off venue" dagskrár þar sem almenningi gefst kostur á að taka þátt. Þar ber hæst nýr og skemmtilegur viðburður sem ber heitið WOW Northern Lights Run.

Reikna má með að á fimmta hundrað erlendra gesta frá fjölmörgum löndum taki þátt í leikunum í ár ásamt um 2.000 íslenskum íþróttamönnum. 

Nánari upplýsingar veita.

Anna Lilja Sigurðardóttir
Upplýsingafulltrúi
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

 

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans