Um okkur

WOW Reykjavik International Games fer fram í ellefta sinn dagana 25.janúar til 4.febarúar 2018. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

WOW Reykjavik International Games er mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í um 20 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni.

Leikarnir eru hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og hafa einnig sérstaka "off venue" dagskrá þar sem almenningi gefst kostur á að taka þátt. Stærsti "off venue" viðburður leikanna er WOW Northern Lights Run sem er um 4 km skemmtiskokk um miðbæ Reykjavíkur þar sem ljós og gleði ræður ríkjum.

Reikna má með að á fimmta hundrað erlendra gesta frá fjölmörgum löndum taki þátt í leikunum í ár ásamt um 2.000 íslenskum íþróttamönnum. 

Nánari upplýsingar veitir:

Anna Lilja Sigurðardóttir
Upplýsingafulltrúi
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

 

PHOTOS

ólympískar        Myndataka       Dans