Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum
Í tengslum við Reykjavík International Games stóðu, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum.
Ráðstefnan fór fram fimmtudaginn 23. janúar frá kl.14:00 – 16:00 í Laugardalshöll, sal 1.
Megin áherslur ráðstefnunnar:
- Niðurstöður rannsóknar um aðkomu sveitarfélaga að afreksíþróttum.
- Jafnréttismál innan íþróttafélaga.
- Börn af erlendum uppruna og íþróttir.
- Jafnrétti fatlaðra barna í íþróttum.
- Viðhorf og óskir barna og unglinga.
- Trans fólk og íþróttir.
Fyrirlesarar:
Ágústa Edda Björnsdóttir, Ástþór Jón Ragnheiðarson, Hugrún Vignisdóttir, Ingi Þór Einarsson, Joanna Marcinkowska og Salvör Nordal.
Uppbókað var á ráðstefnuna en boðið var uppá beina útsendingu á Youtube rás Reykjavíkurleikanna.
Erindin sem flutt voru:
Dagskrá:
Tími
Titill erindis
Fyrirlesari
14:00–14:10
Raddir unga fólksins.
Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður Ungmennaráðs UMFÍ.
14:10–14:30
Fá konur og karlar í boltagreinum jafn stóra sneið af kökunni? - niðurstöður úr rannsókn á fjárveitingum í afreksíþróttir.
Ágústa Edda Björnsdóttir, félagsfræðingur, stundakennari við Íþróttfræðideild HR og afreksíþróttakona.
14:30–14:50
Íþróttir sem vettvangur samþættinga.
Joanna Marcinkowska,sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.
14:50–15:10
Þátttaka fatlaðra barna í skipulögðu íþróttastarfi á Íslandi - Hvert stefnum við í samþættingu og sérhæfingu í íþróttum fatlaðra.
Dr. Ingi Þór Einarsson, lektor við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.
15:10–15:30
Jafnrétti til íþróttaiðkunar. Sýn barna.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
15:30–15:50
Áskoranir transbarna í íþróttum.
Hugrún Vignisdóttir,sálfræðingur hjá skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (m.a. í málefnum transbarna).
16:00-16:30
Kaffi.
Hádegisfyrirlestur:
Að ráðstefnunni standa: