Vésteinn Hafsteinsson

Vésteinn Hafsteinsson hefur verið einn fremsti kringlukastsþjálfari Íslands þar sem íþróttamennirnir hans hafa margir staðið uppi sem Ólympíu- og Heimsmeistarar. Vésteinn verður með fyrirlesturinn How do you become an Olympic Champion.

1. febrúar - Þjálfun Afreksfólks

How do you become an Olympic Champion?

Vésteinn miðlar af áratuga reynslu sinni sem íþróttmaður sjálfur og tekur fyrir hvernig hann hefur unnið sem þjálfari í fremstu röð. Hann mun fjalla um skipulagninguna á þjálfuninni út frá álagsstýringu eða magni og ákefð, niðurstöðum eða árangri og eftirfylgni og skráningu á gögnum.Auk þess mun Vésteinn útskýra hvernig hann hefur unnið með sérfræðingum í teymisvinnu þar sem mjög nákvæm greiningarvinna hefur verið framkvæmd út frá samfélagslegum, andlegum, tæknilegum og líkamlegum þáttum.

Þá verður Vésteinn einnig með Workshop eftir hádegi, frekari upplýsingar koma fljótlega.

Vésteinn Hafsteinsson

Vésteinn er frá Selfossi, fór í nám í íþróttafræði í University of Alabama og útskrifaðist þaðan med BS gráðu í Health & Physical Education. Vésteinn keppti sem atvinnumaður í kringlukasti frá 1986-1996, hann keppti á 11 stórmótum EM, HM, ÓL og komst í úrslit á ÓL í Barcelona 1992. Vésteinn setti Íslandsmet í kringlukasti 1989, 67.64m sem stóð í 31 ár.

Vésteinn hefur núna þjálfað síðustu 25 ár og verið að mestu búsettur í Svíþjóð með Önnu konu sinni og þremur börnum.

Vésteinn hefur þjálfað 56 einstaklinga frá 10 löndum sem hafa samanlagt náð í 20 verðlaun á alþjóðlegum stórmótum, þarf af 5 verðlaun á Ólympíuleikum. Stærstu nöfnin og titlarnir eru Gerd Kanter EST, Heimsmeistari 07 och Ólympíumeistari 08 í kringlukasti. Daniel Ståhl SWE, Heimsmeistari 19 och Ólympíumeistari 21 í kringlukasti. Joachim Olsen DEN, Evrópumeistari innanhúss 05 og silfur á ÓL 04 í kúluvarpi. Simon Pettersson SWE, silfur á ÓL 21 í kringlukasti. Fanny Roos SWE, silfur á Evrópumeistaramóti innanhúss 21 í kúluvarpi.

Samanlegt hefur Vésteinn farið á 57 alþjóðleg stórmót síðastliðin 38 ár, þar af því 10 Ólympíuleika.

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins