Skotfimi

Skotfimi á Reykjavíkurleikunum 25. - 26. janúar 2025

Á RIG 2025 verður keppt í opnum einstaklingsflokki fullorðinna og unglinga í loftskammbyssu og loftriffli. Keppt verður til úrslita í báðum greinum þar sem efstu 8 keppendur í hvorum flokki halda áfram í úrslit. Ef færri en átta keppendur taka þátt í öðrum hvorum flokki áskilur mótsstjórn sér þó rétt til að halda sameiginlegan úrslitariðil. 

Að auki verður keppt í fyrsta skipti á Íslandi í parakeppni í loftskammbyssu (Qualification) þar sem hvert lið er skipað einum karli og einni konu. Hægt er að skrá unglingalið til keppni en einnig geta unglingar tekið þátt sem hluti af fullorðinsliði. 

Staðsetning:

Laugardalshöll salir 3 og 4 á 3. hæð

Dagskrá:

Athugið að allir tímar eru áætlaðir og geta hliðrast til eftir fjölda þátttakenda

  • 25. janúar 2025 09:00-16:00 Loftskammbyssa (AP)
  • 26. janúar 2025 09:00-14:00 Loftriffill (AP)
  • 26. janúar 2025 14:00-18:00 Loftskammbyssa – parakeppni (AP MIX)

Nánari upplýsingar um keppnirnar, skráningu og keppnisæfingar má finna á Facebook síðu viðburðarins og heimasíðu STÍ (sti.is) þegar nær dregur keppni.

Facebook: RIG 2025 Skotfimi | Facebook

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins