Badminton - TBR húsið 23. - 26. janúar
RSL Iceland International 2025 fer fram 23 - 26. janúar 2025, í TBR húsunum í Reykjavík.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Mótið verður með svipuðu sniði og fyrri ár, dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Fimmtudaginn 23 jan. er "qualifying" (undankeppni) frá kl. 09 til c.a. 20.
Föstudaginn 24 jan. hefst "Main draw" (aðalkeppnin) kl. 09:00 og er til c.a. 21:00.
Laugardaginn 25 jan. heldur mótið svo áfram kl. 09:00 og kl. 16:00 hefjast áttaliða úrslit.
Sunnudaginn 26 jan. eru undanúrslit fyrir hádegi, frá 9 eða 10 og úrslit hefjast kl. 15:00 eða 16:00.
Allt besta badmintonfólk Íslands keppir á mótinu og hvetjum við badmintonáhugafólk til að koma í TBR og horfa á frábært badminton.
Búið er að birta þátttökulistann í mótið á tournament software
Mótið er hluti af Reykjavík International Games
STAÐSETNING
Stóra salnum í TBR
Gnoðavogi 1
104 Reykjavík
TÍMASETNINGAR
Tímasetningar leikja er hægt á sjá á Tournament Software, tournament software
Einnig er hægt að nálgast frekar upplýsingar um mótið á heimasíðu Badmintonsambands Íslands, badminton.is eða á Facebook viðburði mótsins (RSL Iceland International á Facebook)
Horfðu á alla Reykjavíkurleikana í gegnum streymi á Staylive.
Badminton á rætur sínar að rekja aftur til miðrar 18. aldar Breska-Indlands, þar sem íþróttin var búin til af breskum hermönnum sem voru þá staðsettir þar.