Rafíþróttirnar sem fer fram 27. - 28. janúar 2024
UPPLÝSINGAR
Rafíþróttasamband Íslands, Next Level Gaming og Dusty eSports í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur bjóða upp á rafíþróttir á Reykjavíkurleikunum árið 2024. Dagana 26.-28. janúar munu sum af bestu liðum og einstaklingum landsins keppa í Super Smash Bros, Mario Kart, Rocket League og Tekken um titilinn Rafíþrótta meistarar Reykjavíkurleikanna 2024.
Upplýsingar
Fyrir framan Sal 1 verður Beat Saber keppni í VR fyrir alla sem sem hafa áhuga.
Keppnin verður alla helgina og endar með verðlaunaafhendingu um kl 17:00 á sunnudeginum.
Einnig verður hægt að prófa Smash Bros og Mario Kart á staðnum.
Endilega komið og prófið!
Föstudagur - 26. janúar
Mót í Mario Kart.
Sýnt á stóra skjánum í Sal 1 og á streyminu á milli 16:30 og 19:00
Laugardagur - 27. janúar
Mót í Smash Bros.
Sýnt á stóra skjánum í Sal 1 og á streyminu á milli 12:00 og 14:30
Mót í Tekken.
Sýnt á stóra skjánum í Sal 1 og á streyminu á milli 15:00 og 17:00
Sunnudagur - 28. janúar
Mót í Rocket League.
Sýnt á stóra skjánum í Sal 1 og á streyminu á milli 12:00 og 17:00