Klifur

Klifurkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram 1. -3. febrúar

Klifurkeppni Reykjavíkurleikanna verður haldinn daga 1.-3. febrúar í Ármúla 23 hjá Klifurfélagi Reykjavíkur og í Björkinni. Keppnin er opin fyrir klifrara frá öllum þjóðum en með sérstakri áherslu á norræna íþróttamenn. Úrslitunum þann 3. febrúar verður sjónvarpað beint á RÚV.

Flokkar:

- Opinn flokkur kvenna

- Opinn flokkur karla

- U15 Kvenna

- U15 Karla

 

Keppnisfyrirkomulag

Opinn flokkur:

- Undankeppni: 30 leiðir (6 erfiðleikastig, 5 leiðir í hverju stigi). Taldar eru þær 5 leiðir sem gefa flest stig. Keppendur hafa 90 mínútur til að klára þær leiðir sem þeir kjósa. Leyfilegt er að horfa á aðra klifra. Efstu 16 komast áfram.

- Undanúrslit: 4 leiðir. 4 mínútur á/hvíld + 15 sek. Klifrað beint af augum (ekki má skoða leiðir fyrirfram). Efstu 6 komast áfram.

- Úrslit: Fjórar leiðir. Fjórar mínútur á leið (IFSC Heimsmeistaramóts fyrirkomulag). Átta mínútna skoðunartími áður en umferðin hefst

Ungmennaflokkur U15:

- Undankeppni: 30 leiðir (6 erfiðleikastig, 5 leiðir í hverju stigi). Taldar eru þær 5 leiðir sem gefa flest stig. Keppendur hafa 90 mínútur til að klára þær leiðir sem þeir kjósa. Leyfilegt er að horfa á aðra klifra. Efstu 6 komast áfram.

- Úrslit: 4 leiðir. 4 mínútur á/hvíld + 15 sek. Keppendur fá myndbönd fyrirfram. Átta mínútna skoðunartími áður en umferðin hefst

 

Skráning er opinn og er síðasti skráningardagur er 28. janúar 2025. Skráningargjald er 5000 ISK á hvern keppanda. Keppendur skrá sig í gegnum skráningarsíðu Reykjavíkurleikanna https://www.corsa.is/is/173/register. Peningaverðlaun upp á 50.000 ISK verða fyrir sigurvegara í opnu flokkunum.

 

Tímaplan

Undankeppni og undanúrslit fyrir opna flokka 1. febrúar

15:00 Úrslit fyrir U15 flokka (Ármúli 23)

17:00 Undanúrslit kvenna (Ármúli 21)

19:30 Undanúrslit karla (Ármúli 21)

 

Úrslitin í opnu flokkunum fara fram 3. febrúar í Klifurhúsinu, Ármúla 23.

19:45 Úrslit (karla og kvenna) (Ármúli 23)

 

Nákvæma dagskrá er að finna á facebook viðburði mótsins

https://fb.me/e/4vl6kL4xn

 

 

Úrslitum í opnum flokki Karla eða kvenna verður sjónvarpað á RÚV

Fréttir og myndir verða settar inn á facebook og Instagram síður Klifurhússins

 

- Klifurhúsið (íþróttaaðstaða Klifurfélags Reykjavíkur): Ármúli 23, 108 Reykjavík

 

Leiðarsmiðir

Arthur Ternant, Head Routesetter

Guðmundur Freyr Arnarsson

Laufey Rún Þorsteinsdóttir

Elmar Orri Gunnarsson

Alexander Ólafsson

Ágústa Gunnarsdóttir

Sólon Thorberg Helgason

Benjamin Mokry

 

Ef spurningar vakna

Laufey Rún Þorsteinsdóttir, Mótstjóri: laufey@klifurhusid.is

Benedikt Gunnar Ófeigsson, Formaður undirbúningsnefndar: bgo@vedur.is

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins