Daði Rafnsson er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Hann hefur einnig starfað í leikmannaleit fyrir Washington Spirit í NWSL, sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar Breiðabliks, yfirmaður knattspyrnuþróunnar hjá HK og aðstoðarþjálfari hjá Jiangsu Suning í Kína. Einnig hefur hann kennt á þjálfaranámskeiðum hjá KSÍ og HSÍ og verið gestafyrirlesari við ýmsa háskóla og hjá íþróttasamböndum erlendis. Daði hefur unnið með miklum fjölda íþróttafólks á öllum aldri og getustigum. Doktorsverkefni Daða snýst um markvissa sálræna færnisþjálfun í knattspyrnu.