Flestir viðburðir bjóða áhorfendur velkomna á mótsstað gegn vægu gjaldi en einnig er í boði að horfa á flestar greinanna í streymi. Þar er hægt að borga eitt gjald fyrir áhorf á allar greinarnar sem eru í boði.
Fyrri vikan 22. - 27. janúar
Hér að neðan má sjá grófa dagskrá fyrri keppnishelgarinnar 22. - 27. janúar. Flestar greinar verða haldnar þessa helgi þar sem unnið er að því að koma Reykjavíkurleikunum yfir á færri daga. Allar tímasetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar og er mælt með að áhugasamir fari inná síðurnar hér á rig.is til að skoða frekar dagskrá hjá hverjum mótshluta. Einnig er sniðugt að skoða Facebook viðburði hverrar greinar til að fá nánari upplýsingar og tilkynningar ef eitthvað breytist.
Seinni helgin verður 1. - 8. febrúar
Hér að neðan má sjá grófa dagskrá seinni keppnishelgarinnar, 1. - 8. febrúar. Allar tímasetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar og er mælt með að áhugasamir fari inná Facebook viðburði hverrar greinar til að fá nánari upplýsingar og tilkynningar ef eitthvað breytist. Hægt er að finna alla Facebook viðburði hér eða með því að ýta á nöfn greinanna í töflunni hér fyrir neðan.